Nefndi Söru og Glódísi sérstaklega

„Hreyfingin hefur um árabil verið að reyna fá fleiri konur til starfa og á þeim tíma sem ég var formaður jukum við hlutfall kvenna í nefndum úr 11 prósentum upp í 30 prósent,“ sagði Guðni Bergsson, frambjóðandi til formanns Knattspyrnusambands Íslands, í Dagmálum.

Guðni, sem er 58 ára gamall, er einn þeirra þriggja sem gefur kost á sér í formannsembættið ásamt þeim Vigni Má Þormóðssyni og Þorvaldi Örlygssyni.

Erfitt að fá konur til starfa

„Það er ennþá þannig að það er erfitt að fá konur til starfa,“ sagði Guðni.

„Það er margþætt skýring, bæði samfélagsleg og menningarleg, og þetta hefur verið dálítið karlasport en það er að breytast núna.

Við erum með frábærar kvenkynsfyrirmyndir í dag eins og til dæmis Söru Björk og Glódís Perlu og ég vona að þetta sé að breytast,“ sagði Guðni meðal annars.

Viðtalið við Guðna í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Sara Björk Gunnarsdóttir og Glódís Perla Viggósdóttir.
Sara Björk Gunnarsdóttir og Glódís Perla Viggósdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert