Stjarnan missteig sig aftur

Helgi Fróði Ingason skoraði mark Stjörnunnar.
Helgi Fróði Ingason skoraði mark Stjörnunnar. mbl.is/Óttar Geirsson

Fjölnir og Stjarnan skildu jöfn, 1:1, þegar liðin áttust við í 3. riðli A-deildar deildabikars karla í knattspyrnu í Egilshöll í gærkvöldi.

Hinn 18 ára gamli Helgi Fróði Ingason kom Stjörnunni í forystu skömmu fyrir leikhlé.

Tveimur mínútum fyrir leikslok jafnaði hins vegar Kristófer Dagur Arnarsson metin fyrir Fjölni með marki úr vítaspyrnu og þar við sat.

Bestu deildar lið Stjörnunnar er þar með einungis með eitt stig eftir tvo leiki í riðlinum, en liðið steinlá fyrir öðru 1. deildarliði, Þór frá Akureyri, um síðustu helgi, 5:1. Er Stjarnan í fimmta sæti af sex liðum.

Fjölnir er í þriðja sæti með fjögur stig eftir þrjá leiki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert