Víkingur fær jafnréttisverðlaun KSÍ

Berglind Bjarnadóttir og Sigurbjörn Björnsson frá Víkingi tóku við viðurkenningunni …
Berglind Bjarnadóttir og Sigurbjörn Björnsson frá Víkingi tóku við viðurkenningunni en til vinstri er Ómar Smárason, fjölmiðlafulltrúi KSÍ. Ljósmynd/KSÍ

Víkingur úr Reykjavík hlýtur jafnréttisverðlaun Knattspyrnusambands Íslands fyrir árið 2023 en þau voru afhent í dag í tilefni af ársþingi KSÍ  sem haldið er á morgun.

Kvennalið Víkings náði einstökum árangri á árinu 2023 en liðið varð bikarmeistari auk þess að vinna 1. deild kvenna og varð með því fyrsta félagið utan efstu deildar til að vinna bikarkeppnina í kvennaflokki. Liðið leikur í Bestu deildinni á komandi tímabili en Víkingur hefur ekki átt sjálfstætt lið í efstu deild kvenna frá 1984.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert