Þorvaldur Örlygsson nýr formaður KSÍ

Þorvaldur Örlygsson fagnar sigrinum í dag.
Þorvaldur Örlygsson fagnar sigrinum í dag. mbl.is/Óttar Geirsson

Þorvaldur Örlygsson er nýr formaður KSÍ en þetta varð ljóst nú rétt í þessu en kjörið var á 78. ársþingi Knattspyrnusambands Íslands sem fram fer í Úlfarsárdal í Reykjavík.

Ná þurfti hreinum meirihluta þeirra 145 atkvæða sem greidd voru og þurfti tvær umferðir til þess. Fyrri umferðin endaði svo:

Guðni Bergsson - 30 atkvæði - 20,83%
Vignir Már Þormóðsson - 59 atkvæði - 40,97%
Þorvaldur Örlygsson - 55 atkvæði - 38,19%

Þá var kosið öðru sinni á milli þeirra Vignis og Þorvalds og endaði sú kosning svo:

Vignir Már Þormóðsson - 70 atkvæði - 48,28%
Þorvaldur Örlygsson - 75 atkvæði - 51,72%

Því er Þorvaldur Örlygsson réttkjörinn formaður Knattspyrnusambands Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert