Arnar stefnir KA-mönnum

Arnar Grétarsson þjálfaði KA í rúm tvö ár en tók …
Arnar Grétarsson þjálfaði KA í rúm tvö ár en tók síðan við Val fyrir tímabilið 2023. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Arnar Grétarsson, þjálfari karlaliðs Vals í knattspyrnu, hefur stefnt knattspyrnudeild KA þar sem hann telur sig eiga eftir að fá  greiddar bónusgreiðslur frá félaginu.

Arnar tók við KA sumarið 2020 stýrði því fram á haustið 2022 en þá sagði KA honum upp störfum í kjölfar þess að Arnar  gerði munnlegt samkomulag við Val um að taka við Hlíðarendaliðinu.

Heiðar Ásberg Atlason, lögmaður Arnars, staðfestir þetta við fótbolta.net og segir að málið snúist um ógreiddan bónus sem Arnar telur sig eiga á hendur KA fyrir að hafa hjálpað liðinu að tryggja sér sæti í Evrópukeppni.

Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Norðurlands eystra á föstudaginn kemur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert