FH-ingum skellt á heimavelli

Keflvíkingar gerðu góða ferð í Hafnarfjörðinn.
Keflvíkingar gerðu góða ferð í Hafnarfjörðinn. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

Keflavík vann stóran sigur á FH, 4:1, í deildabikar karla í knattspyrnu í Skessunni í Hafnarfirði í dag. 

Léku liðin í riðli 1 í A-deildinni en eftir úrslit kvöldsins er Keflavíkurliðið komið í annað sæti riðilsins með sjö stig. Grindavík er efst með níu stig en Blikar eru í þriðja með sex, jafnmörg stig og FH í sæti neðar. Vestri er með eitt stig í fimmta sæti og Grótta í sjötta og neðsta sæti án stiga.

Stefan Ljubicic skoraði fyrst tvö mörk Keflavíkur og sá til þess að liðið væri tveimur mörkum yfir í hálfleik. 

Sami Kamel bætti við þriðja marki Keflavíkur á 59. mínútu, 3:0. 

Vuk Oskar Dimitrijevic minnkaði muninn fyrir FH í 3:1 en undir lok leiks bætti Óliver Andri Einarsson við fjórða marki Keflavíkur og innsiglaði frækinn útisigur, 4:1. 

FH fær næst Gróttu í heimsókn en Keflavík mætir Grindavík í toppslag riðilsins. Bæði tvö eru í 1. deildinni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert