Tvær breytingar á liði Íslands

Hildur Antonsdóttir (nr. 16) kemur inn í byrjunarliðið.
Hildur Antonsdóttir (nr. 16) kemur inn í byrjunarliðið. Ljósmynd/Aleksandar Djorovic

Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari hefur tilkynnt byrjunarlið íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu fyrir síðari leik liðsins gegn Serbíu í umspili um sæti í A-deild undankeppni Evrópumótsins á Kópavogsvelli í dag.

Þorsteinn gerir tvær breytingar á byrjunarliðinu frá því í fyrri leiknum sem lauk með jafntefli, 1:1, í Serbíu á föstudag.

Þær Hildur Antonsdóttir og Ólöf Sigríður Kristinsdóttir koma inn í byrjunarliðið í stað Selmu Sólar Magnúsdóttur og Diljár Ýrar Zomers.

Byrjunarlið Íslands: (4-3-3)

Mark: Telma Ívarsdóttir.

Vörn: Guðrún Arnardóttir, Glódís Perla Viggósdóttir (fyrirliði), Ingibjörg Sigurðardóttir, Sædís Rún Heiðarsdóttir.

Miðja: Alexandra Jóhannsdóttir, Hildur Antonsdóttir, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir.

Sókn: Hlín Eiríksdóttir, Ólöf Sigríður Kristinsdóttir, Sveindís Jane Jónsdóttir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert