Úr KR í Fylki?

Sigurður Bjartur Hallsson og Axel Máni Guðbjörnsson eigast við í …
Sigurður Bjartur Hallsson og Axel Máni Guðbjörnsson eigast við í leik Fylkis og KR síðasta sumar. mbl.is/Arnþór Birkisson

Knattspyrnumaðurinn Sigurður Bjartur Hallsson er á förum frá KR eftir tæplega tveggja ára dvöl í Vesturbæ.

Fótbolti.net greinir frá því að Sigurður Bjartur sé á förum og að öllum líkindum á leið til Fylkis.

Hann er 24 ára gamall sóknarmaður sem hefur skorað níu mörk í 45 leikjum fyrir KR á tveimur tímabilum í Bestu deildinni.

Áður hafði Sigurður Bjartur leikið með uppeldisfélagi sínu Grindavík, þar sem hann lék 16 leiki í efstu deild og skoraði tvö mörk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert