Guðjón greindist með parkinsonssjúkdóminn

Guðjón Þórðarson.
Guðjón Þórðarson. mbl.is/Ómar Óskarsson

Guðjón Þórðarson, knattspyrnuþjálfari og fyrrverandi leikmaður, greindist með parkinsonssjúkdóminn í byrjun ágúst á síðasta ári.

Guðjón greindi sjálfur frá í Bítinu á Bylgjunni í morgun.

„Það eru margir sem hafa það verra en ég, en manni bregður við þegar maður tapar miklu af heilsunni. Ég greindist með parkinson og er að glíma við það.

Það hefur sjálfsagt verið búið að þróast í einhvern tíma áður, en maður hefur farið á þrjóskunni fram hjá því og ætlað að hrista þetta af sér.

En það var ekki hægt í þessu tilfelli. Þetta er fylgifiskur í dag og maður verður að læra að lifa með því,“ sagði Guðjón í Bítinu.

Einn sá farsælasti

Hann er einn farsælasti knattspyrnuþjálfari Íslands frá upphafi sem náði frábærum árangri með íslenska karlalandsliðið og vann til fjölda titla sem þjálfari ÍA, KA og KR hér á landi.

Guðjón er eini íslenski þjálfarinn sem hefur stýrt liði í enskri deildarkeppni þar sem hann var knattspyrnustjóri Stoke City, Barnsley, Notts County og Crewe Alexandra.

Einnig hefur hann þjálfað í Noregi og Færeyjum.

Þá varð Guðjón Íslandsmeistari fimm sinnum og bikarmeistari fimm sinnum með ÍA sem leikmaður.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert