Landsliðskona í Breiðholtið

Monika Piesliakaite leikur með ÍR.
Monika Piesliakaite leikur með ÍR.

ÍR, sem er nýliði í 1. deild kvenna í knattspyrnu, hefur fengið landsliðskonu frá Litháen til liðs við sig fyrir baráttuna á komandi keppnistímabili.

Hún heitir Monika Piesliakaite, er 29 ára gömul og hefur leikið 11 A-landsleiki fyrir Litháen. Monika kemur frá Hegelmann sem hafnaði í þriðja sæti litháísku deildarinnar á síðasta ári og lék áður með Zalgiris, öðru af þremur sterkustu liðum landsins.

ÍR varð meistari 2. deildar á síðasta tímabili og leikur á ný í 1. deildinni eftir fjögurra ára fjarveru.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert