Stjörnumaðurinn í Breiðholtið

Sigurður Gunnar Jónsson leikur með Leikni á komandi tímabili.
Sigurður Gunnar Jónsson leikur með Leikni á komandi tímabili. Ljósmynd/Stjarnan

Knattspyrnumaðurinn og Stjörnumaðurinn Sigurður Gunnar Jónsson mun leika að láni með Leikni úr Reykjavík á komandi tímabili.

Sigurður, sem er tvítugur, er uppalinn hjá Stjörnunni en hann hefur leikið með KFG í 3. og 4. deild undanfarin ár, alls 34 deildarleiki og skorað í þeim þrjú mörk.

Leiknir hafnaði í fimmta sæti 1. deildarinnar á síðustu leiktíð og féll úr leik í umspili um sæti í efstu deild gegn Aftureldingu.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert