Agla María með þrennu og tveir Víkingar með tvennu

Agla María Albertsdóttir skoraði þrjú.
Agla María Albertsdóttir skoraði þrjú. mbl.is/Óttar Geirsson

Breiðablik vann í dag sannfærandi 4:0-sigur á Fylki í deildabikar kvenna í fótbolta á Árbæjarvelli.

Agla María Albertsdóttir var í miklu stuði í fyrri hálfleik því hún skoraði fyrstu þrjú mörk Breiðabliks á fyrstu 38. mínútunum. Birta Georgsdóttir sá um að gera fjórða markið á 60. mínútu.

Staðan í riðli 1: Valur 9, Breiðablik 9, Fylkir 4, Tindastóll 1, Keflavík 0, Selfoss 0.

Þá unnu bikarmeistarar Víkings 4:2-sigur á ÍBV á heimavelli sínum í Fossvogi. Bergdís Sveinsdóttir og Sigdís Eva Bárðardóttir gerðu tvö mörk hvor fyrir Víking.

Kristín Klara Óskarsdóttir og Helena Hekla Hlynsdóttir skoruðu mörk ÍBV er þær minnkuðu annars vegar muninn í 3:1 og hins vegar í 3:2.

Staðan í riðli 2: Þór/KA 6, FH 6, Víkingur 6, Stjarnan 4, Þróttur R. 1, ÍBV 0.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert