Þórsarar fóru illa með KR

Fannar Daði Malmquist Gíslason skýtur að marki KR í dag.
Fannar Daði Malmquist Gíslason skýtur að marki KR í dag. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

Þór vann óvæntan stórsigur á KR, 4:0, er liðin mættust í deildabikar karla í fótbolta í Boganum á Akureyri í kvöld.

Bjarki Þór Viðarsson og Marc Sörensen komu Þórsurum í 2:0 fyrir hálfleik og þeir Aron Ingi Magnússon og Fannar Daði Malmquist Gíslason bætti við tveimur mörkum til viðbótar eftir hlé. 

Þór er á toppi riðils 3 með fullt hús stiga eftir fjóra leiki, nú þremur stigum á undan KR í öðru sæti.

Sigur í riðlinum og sæti í undanúrslitum deildabikarsins blasir við Akureyrarliðinu sem nægir jafntefli gegn Fjölni í lokaumferðinni til að vinna riðilinn. KR verður að vinna stórsigur á Stjörnunni og treysta á stórtap Þórs gegn Fjölni til að komast í undanúrslit.

Staðan í riðli 3: Þór 12, KR 9, Fjölnir 7, HK 4, Stjarnan 1, Njarðvík 1.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert