ÍA á toppnum

ÍA er á toppi riðilsins.
ÍA er á toppi riðilsins. mbl.is/Kristín Hallgrímsdóttir

ÍA og Leiknir mættust í Breiðholti í dag þar sem ÍA hafði betur, 2:1, í deildarbikar karla í knattspyrnu.

ÍA er nú í fyrsta sæti í riðli fjögur í A-deild en aðeins KA á möguleika á að taka fyrsta sætið af þeim. Til þess þarf KA að vinna stórsigur á Leikni 9. mars. Fyrsta sætið kemst áfram í úrslit.

Steinar Þorsteinsson skoraði fyrsta mark ÍA í leiknum á sjöttu mínútu en Shkelzen Veseli jafnaði metin 20 mínútum síðar.

Sigurmarkið skoraði svo Árni Salvar Heimisson á 51. mínútu

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert