Fjórar efnilegar sömdu á Akureyri

Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir hefur spilað mest af fjórmenningunum og lék …
Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir hefur spilað mest af fjórmenningunum og lék alla leiki Þórs/KA á síðasta tímabili. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

Stjórn Þórs/KA hefur samið við fjórar ungar knattspyrnukonur sem allar eru fæddar árið 2005 og hafa sett mark sitt á meistaraflokk Akureyrarliðsins síðustu tvö til þrjú árin.

Þetta eru Iðunn Rán Gunnarsdóttir, Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir, Steingerður Snorradóttir og Una Móeiður Hlynsdóttir.

Kimberley lék alla 23 leiki Þórs/KA í Bestu deildinni á síðasta tímabili og skoraði eitt mark en hún hefur samtals spilað 40 leiki í deildinni.

Iðunn Rán lék 17 leiki liðsins i deildinni í fyrra og á alls 27 leiki að baki í efstu deild.

Steingerður missti úr rúmlega hálft tímabilið 2023 vegna meiðsla en lék sjö leiki í deildinni og hefur spilað 17 leiki þar með Þór/KA.

Una kom inn í liðið á síðasta tímabili og skoraði þrjú mörk í fyrstu 13 leikjum sínum í Bestu deildinni.

Nánar á heimasíðu Þórs/KA.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert