Breiðablik í undanúrslit eftir stórsigur

Viktor Karl Einarsson og félagar eru komnir í undanúrslit.
Viktor Karl Einarsson og félagar eru komnir í undanúrslit. mbl.is/Kristinn Magnússon

Breiðablik er komið í undanúrslit deildabikars karla í fótbolta eftir stórsigur á Keflavík, 4:0, í úrslitaleik um sæti í fjögurra liða úrslitum á Kópavogsvelli í kvöld.

Með sigrinum fór Breiðablik upp í 10 stig í riðli 1 og upp í toppsætið. Grindavík er einnig með tíu stig en Breiðablik með betri markatölu.

Keflavík hefði með sigri farið upp í toppsætið en endar þess í stað í þriðja sæti riðilsins með átta stig.

Kristinn Jónsson, Kristófer Ingi Kristinsson, Aron Bjarnason og Tómas Orri Róbertsson sáu um að gera mörk Breiðabliks.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert