Kominn heim í Úlfarsárdalinn

Alex Freyr Elísson er kominn aftur í blátt.
Alex Freyr Elísson er kominn aftur í blátt. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Knattspyrnumaðurinn Alex Freyr Elísson er genginn til liðs við Fram að nýju og hefur skrifað undir tveggja ára samning, sem gildir út tímabilið 2025.

Alex Freyr er 26 ára gamall bakvörður sem kemur frá Breiðabliki, sem keypti hann af uppeldisfélaginu Fram fyrir rúmu ári síðan.

Á ferlinum hefur Alex Freyr spilað 105 leiki fyrir Fram í efstu og 1. deild og skorað tíu mörk. Flesta þeirra lék hann í 1. deild, eða 85.

Lék Alex Freyr svo fjóra leiki fyrir Breiðablik og þrjá fyrir KA síðasta sumar.

Fram leikur í Bestu deildinni þriðja árið í röð á komandi tímabili.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert