Bleyjuskiptin góð leið til að kúpla sig út

Arnar Gunnlaugsson.
Arnar Gunnlaugsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ég og María mín eignuðumst dóttur fyrir sex vikum síðan,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara Víkings úr Reykjavík í knattspyrnu, í Fyrsta sætinu.

Arnar, sem er 51 árs gamall, er sigursælast þjálfari landsins undanfarinn ár en hann hefur gert Víkinga tvívegis að Íslandsmeisturum og fjórum sinnum að bikarmeisturum frá árinu 2019. 

Starf sem heltekur mann

Arnar er eftirsóttur sérfræðingur þegar kemur að fótbolta, ásamt því að fylgjast vel með ensku úrvalsdeildinni, og það fer því mikill tími í íþróttina hjá honum.

„Ég er í því að skipta á bleyjum þessa dagana og það er ágætis leið til þess að kúpla sig út,“ sagði Arnar.

„Þetta er starf sem heltekur mann enda er ekkert annað í boði ef þú ætlar að ná árangri. Það er samt ekki heilbrigt alltaf og maður reynir að taka sér smá frí inn á milli en þetta er geggjað starf,“ sagði Arnar meðal annars.

Hægt er að hlusta á umræðuna í heild sinni í spil­ar­an­um hér fyr­ir ofan eða með því að smella hér. Þátt­ur­inn er einnig aðgengi­leg­ur á öll­um helstu hlaðvarps­veit­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka