Ósáttir stuðningsmenn Víkinga vilja svör

Nadía Atladóttir fagnar marki í bikarúrslitum.
Nadía Atladóttir fagnar marki í bikarúrslitum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Knattspyrnudeild Víkings í Reykjavík og fyrirliðinn Nadía Atladóttir komust í gærkvöldi að sameiginlegri ákvörðun um að rifta samningi leikmannsins við félagið.

Nadía hefur átt stóran þátt í uppgangi Víkingsliðsins undanfarin ár og skoraði hún t.a.m. tvö mörk í 3:1-sigri Víkings á Breiðabliki í úrslitaleik bikarkeppninnar á síðasta ári er Víkingur varð fyrsta liðið utan efstu deildar til að verða bikarmeistari.

Víkingur vann einnig 1. deildina og verður því nýliði í efstu deild á komandi leiktíð, en verður þar án Nadíu.

Nadía er vinsæl á meðal stuðningsmanna félagsins, sem hafa furðað sig á ákvörðuninni. Í tilkynningu félagsins á samfélagsmiðlum kom ekkert fram um ástæðu riftun samningsins, sem margir stuðningsmenn eru ósáttir við.

Hér fyrir neðan má sjá ummæli stuðningsmanna Fossvogsfélagsins við tilkynningu Víkinga á Facebook:

„Það væri í lagi að útskýra afhverju fyrirliðinn er að hætta.“

„Þetta er mjög skrítin ákvörðun... það þarf að koma með útskýringar á þessari ákvörðun að rifta við einn mikilvægasta leikmanninn korter í mót. Ekki alveg í takti við stemninguna og peppið á stuðningsmannakvöldinu í gær.“

„Daprar fréttir! Ein af þeim leikmönnum sem hefur verið okkar sterkasta fyrirmynd.“

„Ekki skemmtilegar fréttir rétt fyrir mót. Vonandi einhverjar skýringar.“

„Það þarf að skýra þetta betur út. Að fyrirliðinn hætti korter í mót.“

„Ekki gott mál. Þarfnast betri útskýringa fyrir okkur stuðningsmenn Víkings.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert