KR-ingurinn sleit krossband

Hrafn Tómasson situr á vellinum á meðan hugað er að …
Hrafn Tómasson situr á vellinum á meðan hugað er að meiðslum hans á sunnudagskvöld. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Knattspyrnumaðurinn Hrafn Tómasson varð fyrir því óláni að slíta krossband í hné í leik með liði sínu KR í fyrstu umferð Bestu deildarinnar um síðustu helgi.

Hrafn fór sárþjáður af velli í byrjun síðari hálfleiks í 4:3-sigri KR á Fylki í Árbænum á sunnudagskvöld og óttuðust KR-ingar strax hið versta.

Í samtali við Fótbolta.net staðfesti hann að myndataka hafi leitt í ljós að krossbandið væri slitið.

Tímabili hins tvítuga Hrafns er því lokið um leið og það hófst og gengst hann undir skurðaðgerð í byrjun næsta mánaðar.

Verður Hrafn frá keppni um níu mánaða skeið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert