Öruggt hjá Grindavík og Selfossi

Grindvíkingar eru komnir áfram.
Grindvíkingar eru komnir áfram. mbl.is/Óttar Geirsson

Grindavík er komin í 32-liða úrslit bikarkeppni karla í fótbolta eftir öruggan útisigur á Hvíta riddaranum, 3:0, en leikið var á heimavelli Mosfellsbæjarliðsins á Varmá.

Josip Krznaric, Hassan Jalloh og Dennis Moreno gerðu mörk Grindavíkur.  

Hektor Bergmann Garðarsson kom Kára yfir gegn Selfossi á útivelli. Selfyssingar svöruðu hins vegar með mörkum frá Alfredo Arguello, Ívan Breka Sigurðssyni og Gonzalo Zamorano.

Þá unnu Hafnir heimasigur á Úlfunum, 3:0, í Reykjaneshöllinni. Einar Sæþór Ólason kom Höfnum á bragðið á 6. mínútu og Max Leich bætti við öðru og þriðja markinu á 16. og 35. mínútu.

ÍH er einnig komið áfram eftir magnaðan leik við Ými í Skessunni í Hafnarfirði. ÍH komst í 3:0, en Ýmir jafnaði í 3:3 og tryggði sér framlengingu. Þar skoraði Ýmir fjórða markið, en ÍH jafnaði, 4:4. 

Réðust úrslitin því í vítakeppni, þar sem ÍH hafði að lokum betur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert