3 rauð á Seltjarnarnesi, Þróttur skoraði 7

Aron Bjarki Jósepsson var hetja Gróttu í bikarnum
Aron Bjarki Jósepsson var hetja Gróttu í bikarnum Eyþór Árnason

Grótta sló Njarðvík út úr bikarkeppninni í fótbolta karla í dag, tveir leikmenn og aðstoðarþjálfari Njarðvíkur fengu rauð spjöld á lokamínútum leiksins.

Njarðvík var 2:1 yfir í hálfleik en Grótta jafnaði korteri fyrir leikslok og Aron Bjarki Jósepsson skoraði sigurmarkið á lokamínútu leiksins. 3 rauð spjöld fóru á loft í kjölfarið á Njarðvíkinga sem eru úr leik í bikarnum þetta árið en Grótta verður í hattinum þegar dregið verður í 32-liða úrslit.

Önnur úrslit

Tindastóll 1:1 Magni (Tindastóll 3:2 Magni í vítaspyrnukeppni)

KÁ 6:3 RB

Árborg 1:2 Árbær

Vængir Júpíters 1:7 Þróttur R.

Grótta 3:2 Njarðvík

ÍBV 5:1 KFG

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert