Afturelding áfram í bikarnum

Afturelding er komið áfram í bikarnum
Afturelding er komið áfram í bikarnum Eyþór Árnason

Afturelding sigraði Leikni sannfærandi í 2. umferð bikarkeppni karla í fótbolta á Leiknisvelli í dag.

Sigurpáll Melberg kom Mosfellingum yfir á 25. mínútu og 7 mínútum síðar tvöfaldaði Hrannar Snær Magnússon forystu Aftureldingar. Elmar Kári Cogic kom Aftureldingu í 3-0 áður en Róbert Hauksson minnkaði muninn fyrir heimamenn. Andri Jónasson rak síðasta naglann í líkkistu Leiknismanna undir lok leiksins og lokatölur 4-1 fyrir Mosfellinga.

Afturelding er þar með komið í 32-liða úrslit bikarsins en þá munu liðin í Bestu deildinni verða í pottinum þegar dregið verður. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert