Bæði lið þurfa sigur í kvöld

Gylfi Þór Sigurðsson mætir á heimavöll Stjörnunnar í kvöld.
Gylfi Þór Sigurðsson mætir á heimavöll Stjörnunnar í kvöld. Morgunblaðið/Óttar Geirsson

Stjarnan og Valur eigast við í fyrsta leik þriðju umferðar Bestu deildar karla í knattspyrnu í Garðabænum í kvöld. 

Fyrir leik er Stjarnan í næstneðsta sæti deildarinnar án stiga en liðið tapaði fyrir Íslandsmeisturum Víkings úr Reykjavík, 2:0, í fyrstu umferð og fyrir KR, 3:1, í annarri. 

Valur er í fjórða sæti með fjögur stig en liðið vann ÍA í fyrstu umferð, 2:0, en gerði markalaust jafntefli við Fylki í annarri. 

Leikurinn er einkar mikilvægur en Stjörnumenn vilja fara að safna stigum. Þá vilja Valsmenn ekki missa toppliðin of langt frá sér en með jafntefli eða tapi gætu KR og Víkingur eða Breiðablik náð fjögurra eða fimm stiga forskoti strax. 

Leikurinn hefst klukkan 19.15 og verður í beinni textalýsingu á mbl.is. 

Stjörnumenn þurfa sigur.
Stjörnumenn þurfa sigur. Ljósmynd/Kristinn Steinn
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert