Skagamenn kynntu Rúnar til leiks

Rúnar Már Sigurjónsson er kominn til ÍA.
Rúnar Már Sigurjónsson er kominn til ÍA. Ljósmynd/ÍA

Knattspyrnumaðurinn Rúnar Már Sigurjónsson er formlega genginn í raðir ÍA, en hann kemur til félagsins frá Voluntari í Rúmeníu.

Var miðjumaðurinn kynntur sem nýr leikmaður liðsins á herrakvöldi félagsins í kvöld.

Rúnar, sem er 33 ára, lék 32 landsleiki frá 2012 til 2021. Hann lék síðast á Íslandi árið 2013 er hann lék með Val. Þar á undan lék hann með Tindastóli, Ými og HK. 

Síðan þá hefur hann leikið með Zwolle í Hollandi, Sundsvall í Svíþjóð, Grasshoppers og St. Gallen í Sviss, Astana í Kasakstan og Cluj og Voluntari í Rúmeníu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert