Átján ára hetja Fram gegn KR

Framarar fagna fyrsta marki leiksins, sem Freyr Sigurðsson skoraði.
Framarar fagna fyrsta marki leiksins, sem Freyr Sigurðsson skoraði. mbl.is/Óttar

Fram hafði betur gegn KR, 1:0, í 3. umferð Bestu deildar karla í fótbolta í dag. Leikurinn var heimaleikur KR en fór fram á Þróttaravellinum í Laugardalnum þar sem völlurinn í Vesturbænum er óleikfær. Bæði lið eru með sex stig.

KR-ingar voru sterkari í allra fyrstu mínúturnar og var það því gegn gangi leiksins þegar Freyr Sigurðsson kom Fram yfir á 7. mínútu með sínu fyrsta marki í efstu deild. Hann ýtti þá boltanum inn fyrir línuna eftir góðan undirbúning hjá Guðmundi Magnússyni og Má Ægissyni.

Efir markið voru Framarar með völdin og áttu fínar sóknir og tækifæri til að bæta við mörkum. Það besta fékk Guðmundur er hann hitt ekki opið mark eftir mistök hjá Guy Smit í marki KR.

KR-ingar sköpuðu sér lítið í hálfleiknum og fóru Framarar því með eins marks forskot í hálfleik.

KR var sterkara liðið framan af í seinni hálfleik en rétt eins og í þeim fyrri gekk KR-ingum illa að skapa sér almennilegt færi. Kristján Flóki Finnbogason átti fína aukaspyrnu á 49. mínútu en Ólafur Íshólm Ólafsson var vel staðsettur og sló boltann frá.

Eftir það var KR mikið með boltann og á vallarhelmingi Fram en gekk illa að skapa færi og Fram sigldi verðskulduðum sigri í höfn.

KR 0:1 Fram opna loka
90. mín. Tiago Fernandes (Fram) fer af velli
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka