„Hefði alls ekki nennt að fá hana suður“

„Ég hefði alls ekki nennt að fá hana suður,“ sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarmaður Bestu markanna og fyrrverandi landsliðskona, í upphitunarþætti Dagmála fyrir Bestu deild kvenna í knattspyrnu þegar rætt var um Þór/KA.

Þór/KA er spáð 5. sæti deild­ar­inn­ar í spá íþrótta­deild­ar Árvak­urs en liðið hafnaði í fimmta sæti deildarinnar á síðustu leiktíð.

Skiptir gríðarlega miklu máli

„Mér finnst frábært að Sandra María Jessen haldi tryggð við félagið sitt því því hún skiptir liðið gríðarlega miklu máli,“ sagði Helena.

„Sandra María gerir aðra leikmenn betri í kringum sig og svo er Jóhann Kristinn Gunnarsson líka með eitthvað tak á þessu liði,“ sagði Helena meðal annars.

Upphitunarþátt Dagmála fyrir Bestu deild kvenna má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Sandra María Jessen.
Sandra María Jessen. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert