„Skrítið að allir þessir leikmenn séu að fara í Val“

„Mér finnst skrítið að allir þessir leikmenn séu að fara í Val,“ sagði Þóra Björg Helgadóttir, fyrrverandi fyrirliði kvennalandsliðið, í upphitunarþætti Dagmála fyrir Bestu deild kvenna í knattspyrnu þegar rætt var um Íslandsmeistara Vals.

Val er spáð efsta sæti deild­ar­inn­ar í spá íþrótta­deild­ar Árvak­urs en liðið hefur unnið deildina undandarin þrjú tímabil.

Skil að þeir vilji gleypa markaðinn

„Ég skil að Valur vilji gleypa markaðinn og taktískt er það klókt, ef þú hefur efni á því,“ sagði Þóra.

„Ég skil ekki alveg af hverju leikmenn eru að fara þangað, eru launin svona há?“ sagði Þóra meðal annars.

Upphitunarþátt Dagmála fyrir Bestu deild kvenna má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Nadía Atladóttir gekk til liðs við Val frá Víkingi fyrir …
Nadía Atladóttir gekk til liðs við Val frá Víkingi fyrir tímabilið. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert