Með fallbyssur í þjálfarateyminu

„Ég hef trú á mínum konum í ár,“ sagði Þóra Björg Helgadóttir, fyrrverandi fyrirliði kvennalandsliðsins, í upphitunarþætti Dagmála fyrir Bestu deild kvenna í knattspyrnu þegar rætt var um Breiðablik.

Breiðablik er spáð 2. sæti deild­ar­inn­ar í spá íþrótta­deild­ar Árvak­urs en liðið hafnaði í öðru sæti deildarinnar á síðustu leiktíð.

Efniviðurinn alltaf til staðar

„Mér fannst ég ekki sjá hvert planið var undir stjórn Ásmundar Arnarssonar,“ sagði Þóra.

„Þú ert alltaf með efnivið hjá Breiðabiki og þú getur alltaf búið til efnivið, ef þú ert góður í því en núna eru þær komnar með fallbyssur í þjálfarateymið sem eru búnar að sanna sig,“ sagði Þóra Björg meðal annars.

Upphitunarþátt Dagmála fyrir Bestu deild kvenna má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Leikmenn Breiðabliks fagna marki á síðustu leiktíð.
Leikmenn Breiðabliks fagna marki á síðustu leiktíð. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert