Sauðárkróksvöllur bylgjóttur eftir leysingar (myndir)

Hér má sjá hvað Sauðkrækingar þurftu að fást við til …
Hér má sjá hvað Sauðkrækingar þurftu að fást við til að gera völlinn leikhæfan. Ljósmynd/Jóhann Helgi Sigmarsson

Fresta þurfti leik Tindastóls og FH í fyrstu umferð Bestu deildar kvenna í knattspyrnu um einn dag þar sem keppnisvöllur Stólanna á Sauðárkróki var á floti.

Upphaflega átti leikurinn að fara fram í gær en gat farið fram í dag, þar sem FH vann 1:0-sigur.

Mikið votviðri var á Sauðárkróki um liðna helgi og miklar leysingar við völlinn, sem gerði hann óleikhæfan.

Ljósmyndari mbl.is á Sauðárkróki, Jóhann Helgi Sigmarsson, tók mynd af vellinum þar sem sjá má afleiðingar leysinganna. Sjá má bylgjur á vellinum þegar línur hans eru skoðaðar grannt:

Ljósmynd/Jóhann Helgi Sigmarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert