Telur að Víkingar muni ekki sakna Nadíu

„Þetta var mjög skrítin tímasetning og það er sérstakt, ef það voru einhver vandamál, að þau hafi ekki verið tækluð fyrr,“ sagði Þóra Björg Helgadóttir, fyrrverandi fyrirliði kvennalandsliðsins, í upphitunarþætti Dagmála fyrir Bestu deild kvenna í knattspyrnu þegar rætt var um Víking úr Reykjavík.

Víkingum er spáð 6. sæti deild­ar­inn­ar í spá íþrótta­deild­ar Árvak­urs en liðið hafnaði í fyrsta sæti 1. deildarinnar á síðustu leiktíð og er nýliði í ár.

Bestar fyrir alla aðila

„Ég trúi því samt að svona ákvarðanir séu bestar fyrir alla aðila,“ sagði Þóra Björg.

„Ég er því á því að þær muni ekki sakna Nadíu og það er engin sérstök ástæða fyrir því. Af einhverri ástæðu fór hún, henni leið þá ekki vel, og þá er ekkert gott sem kemur út úr því ef fólki líður ekki vel,“ sagði Þóra Björg meðal annars.

Upphitunarþátt Dagmála fyrir Bestu deild kvenna má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Nadía Atladóttir er horfin á braut.
Nadía Atladóttir er horfin á braut. mbl.is/Eggert Johannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert