Hákon til liðs við HK

Hákon Ingi Jónsson í leik með Skagamönnum í úrvalsdeildinni árið …
Hákon Ingi Jónsson í leik með Skagamönnum í úrvalsdeildinni árið 2021. Ljósmynd/Guðmundur Bjarki

Knattspyrnumaðurinn Hákon Ingi Jónsson er genginn til liðs við HK og samdi við félagið til tveggja ára í kvöld eftir að gengið var frá kaupum á honum frá Fjölni.

Hákon, sem er 28 ára sóknarmaður, hefur áður leikið með HK en hann spilaði með liðinu í 1. deildinni árið 2016 og skoraði þá 13 mörk fyrir liðið í 22 leikjum.

Að þessu ári undanskildu lék Hákon með Fylki allan sinn feril til ársins 2020. Hann spilaði með Skagamönnum í úrvalsdeildinni 2021 en síðan með Fjölni í 1. deildinni tvö undanfarin ár.

Hákon hefur leikið 98 leiki í efstu deild og skorað í þeim 14 mörk og í 1. deild hefur hann spilað 87 leiki og skorað í þeim 35 mörk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert