Skaut uppeldisfélagið í kaf

Oliver Heiðarsson skoraði þrennu í kvöld.
Oliver Heiðarsson skoraði þrennu í kvöld. mbl.is/Óttar Geirsson

Oliver Heiðarsson skoraði þrennu fyrir Eyjamenn í kvöld þegar þeir sigruðu Þrótt úr Reykjavík, 4:2, í annarri umferð 1. deildar karla í fótbolta á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum í kvöld.

Sverrir Páll Hjaltested kom ÍBV yfir strax á upphafsmínútunum og Oliver skoraði síðan tvö mörk fyrir hlé og fullkomnaði þrennuna í byrjun síðari hálfleiks.

Þá var staðan 4:1 eftir að Kári Kristjánsson hafði náð að koma Þrótti á blað og Jörgen Pettersen minnkaði síðan muninn fyrir Þróttara undir lok leiksins.

Oliver er uppalinn Þróttari en fór frá félaginu til Þróttar fyrir tímabilið 2021 og þaðan til Eyja í byrjun tímabilsins 2023.

Eyjamenn eru þá komnir með sín fyrstu þrjú stig en þeir töpuðu óvænt fyrir Dalvík/Reyni í fyrstu umferðinni. Þróttarar eru með eitt stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert