Pavel hættur hjá Tindastóli

Pavel Ermolinskij.
Pavel Ermolinskij. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Pavel Ermolinskij er hættur störfum sem þjálfari karlaliðs Tindastóls í körfuknattleik.

Félagið tilkynnti þetta í dag og frétt um það var birt í staðarmiðlinum Feyki.

Pavel fór í veikindaleyfi 12. mars og þeir Svavar Atli Birgisson og Helgi Freyr Margeirsson stýrðu liðinu það sem eftir var tímabilsins.

Pavel tók við þjálfun Tindastóls í janúar 2023 og undir hans stjórn varð félagið Íslandsmeistari í fyrsta skipti í sögunni eftir magnað úrslitaeinvígi gegn Val.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka