Breiðablik endurheimti toppsætið

Blikakonur eru komnar í toppsæti deildarinnar.
Blikakonur eru komnar í toppsæti deildarinnar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Breiðablik er komið í topp­sæti Bestu deild­ar kvenna í knatt­spyrnu á ný eft­ir góðan sig­ur á Fylki, 2:0, í Árbæn­um í kvöld.

Blikaliðið er því enn með fullt hús stiga eða 15 eft­ir fimm um­ferðir, jafn­mörg stig og Val­ur en betri marka­töl­ur. Nýliðar Fylk­is eru þá með fimm stig í áttunda sæti.

Breiðablik var með öll tök á fyrri hálfleikn­um en Fylk­isliðið varðist vel og hleypti Kópa­vogsliðinu ekki í mörg góð tæki­færi. 

Sókn­ar­maður­inn Birta Georgs­dótt­ir braut hins veg­ar ís­inn fyr­ir Blikaliðið á 41. mín­útu er hún fylgdi eft­ir skalla Öglu Maríu Al­berts­dótt­ur sem var var­inn, 1:0. 

Fylk­isliðið vaknaði aðeins til lífs­ins í seinni hálfleik en á 55. mín­útu fékk Breiðablik víti. Þá fékk fyr­irliðinn Eva Rut Ásþórs­dótt­ir bolt­ann í hönd­ina og Þórður Þor­steinn Þórðar­son dóm­ari benti á punkt­inn. 

Á hann steig Agla María Al­berts­dótt­ir og skoraði af ör­yggi, 2:0.

Fylk­ir heim­sæk­ir Þrótt úr Reykja­vík í 16-liða úr­slit­um bik­ars­ins næsta sunnu­dag. Breiðablik heim­sæk­ir Stjörn­una sam­dæg­urs. 

Næsti leik­ur Fylk­is í deild­inni er gegn Stjörn­unni í Garðabæn­um en Breiðablik fær Val í heim­sókn í stór­leik um­ferðar­inn­ar. 

Fylkir 0:2 Breiðablik opna loka
90. mín. Ólöf Sigríður Kristinsdóttir (Breiðablik) á skot framhjá Ólöf komin í gott skotfæri í annað sinn en framhjá markinu.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert