Þróttur enn án sigurs

Þróttarar fá Víking í heimsókn.
Þróttarar fá Víking í heimsókn. mbl.is/Óttar

Þróttur fékk Víking í heimsókn í 5. umferð Bestu deildar kvenna í knattspyrnu í dag. Leikurinn endaði 1:0 fyrir Víking sem þýðir að liðið er með sjö stig eftir fimm leiki. Þróttur er með eitt stig og er enn án sigurs.

Víkingur byrjaði leikinn betur og eftir aðeins sjö mínútna leik komst Shaina Ashouri ein í gegn eftir slaka sendingu til baka frá Sæunni Björnsdóttur en Mollee Swift í marki Þróttar gerði vel og varði. 

Leikurinn jafnaðist síðan aðeins og skiptust liðin á að vera með boltann. Eftir hálftímaleik komst Freyja Stefánsdóttir í gegn eftir sendingu frá Birtu Guðlaugsdóttir í marki Víkings. Í stað þess að skjóta sjálf, renndi Freyja boltanum á fjærstöngina þar sem Sigdís Eva Bárðardóttir kláraði í autt markið. 1:0 fyrir Víking staðan í hálfleik. 

Þróttarar hófu seinni hálfleikinn af miklum krafti og komust marg oft í fínar stöður en ekki gekk að koma boltanum í markið. Gegn gangi leiksins skoraði Selma Dögg Björgvinsdóttir fyrir Víking eftir sendingu frá Sigdísi Evu Bárðardóttur en Sigdís var fyrir innan og því staðan enn 1:0 fyrir Víking.   

Shaina Ashouri fékk annað dauðafæri aðeins nokkrum mínútum síðar en enn og aftur gerði Mollee Swift vel í marki Þróttar. Þróttur pressaði Víking síðustu mínúturnar en fundu engin svör. Lokaniðurstöður í kvöld, 1:0 fyrir Víking.

Þróttur R. 0:1 Víkingur R. opna loka
90. mín. Það verða að minnsta kosti sex mínútur í uppbótartíma.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert