Besta deildin heldur áfram í dag

Finnur Tómas Pálmason og Úlfur Ágúst Björnsson í leik KR …
Finnur Tómas Pálmason og Úlfur Ágúst Björnsson í leik KR og FH á síðasta tímabili. Liðin mætast í Kaplakrika í dag. mbl.is/Eyþór Árnason

Sjöunda umferðin í Bestu deild karla í fótbolta hefst í dag og fram fara þrír af sex leikjum umferðarinnar.

Vestri tekur á móti Íslandsmeisturum Víkings á velli Þróttar í Laugardal klukkan 14 en þetta er annar heimaleikurinn sem Vestramenn þurfa að spila í Laugardalnum. Víkingar mæta til leiks á toppi deildarinnar með 15 stig en Vestri er með 6 stig í tíunda sætinu.

KA mætir Fylki í sannkölluðum botnslag á Akureyri klukkan 16.15. Þetta eru tvö neðstu lið deildarinnar og þau einu sem hafa ekki unnið leik til þessa. KA er með tvö stig en Fylkir situr á botninum með eitt stig.

Loks mætast FH og KR á Kaplakrikavelli klukkan 17. FH hefur byrjað vel og er í þriðja sæti deildarinnar með 12 stig. KR-ingar hafa dalað eftir góða byrjun, hafa aðeins fengið eitt stig í síðustu fjórum leikjunum og eru í áttunda sæti deildarinnar með 7 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert