Bíðum og sjáum með Gylfa

Gylfi Þór Sigurðsson er ekki í hópnum að þessu sinni.
Gylfi Þór Sigurðsson er ekki í hópnum að þessu sinni. mbl.is/Óttar Geirsson

Hvorki Gylfi Þór Sigurðsson né Aron Einar Gunnarsson eru í landsliðshópi Íslands fyrir vináttuleikina við England og Holland í næsta mánuði en þeir eru báðir að glíma við meiðsli.

Þeir hafa lítið spilað með landsliðinu síðustu ár en Åge Hareide landsliðsþjálfari ræddi um þá á blaðamannafundi í dag.

„Ég spjallaði við þá báða. Ég vildi vita hvort þeir hefðu enn áhuga á að spila fyrir Ísland. Þeir eru báðir mikilvægir fyrir landsliðið en þeir verða að vera meiðslalausir og klárir í slaginn.

Þeir hafa áhuga á að spila áfram fyrir landsliðið, enda elska þeir að spila fyrir Ísland og það er mikilvægt.

Aron er meiddur og ekki klár. Við bíðum og sjáum með Gylfa þegar hann er búinn að æfa og spila meira. Hann gæti mögulega spilað við Svartfjallaland í haust,“ sagði Hareide.  

Ísland leikur við Svartfjallaland í Þjóðadeildinni 6. september á Laugardalsvelli og gegn Tyrklandi á útivelli þremur dögum síðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka