Mátti ekki velja Albert

Albert Guðmundsson er ekki í landsliðshópnum.
Albert Guðmundsson er ekki í landsliðshópnum. Ljósmynd/Alex Nicodim

Albert Guðmundsson er ekki í landsliðshópi Íslands sem mætir Englandi og Hollandi í vináttuleikjum í fótbolta í næsta mánuði. Ástæðan er sú að Åge Hareide landsliðsþjálfari mátti ekki velja sóknarmanninn.

„Það voru einhverjir leikmenn sem ég vildi velja en þurfti að skilja eftir. Einhverjir voru meiddir en svo þarf líka að fylgja reglum KSÍ. Ég gat ekki valið Albert,“ sagði Hareide á blaðamannafundi í dag.

Albert var kærður fyrir kynferðisbrot á síðasta ári en málið var fellt niður. Sú ákvörðun var kærð og má því ekki velja Albert á meðan málinu er ekki lokið. Reglurnar hjá KSÍ eru skýrar og við getum ekkert gert,“ sagði sá norski.

Albert hefur spilað sérlega vel með Genoa á Ítalíu á leiktíðinni og verið orðaður við fjölmörg félög.

„Ég hef líka verið í þeirri stöðu að vera með leikmenn sem eru líklegast að fara að skipta um félagð og það er ekki gott, því það fer mikil athygli í það og hausinn er stundum annars staðar.

Stundum vilja félög að leikmenn fari í læknisskoðun á meðan þeir eru í landsliðsverkefni og það getur truflað,“ sagði Hareide.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka