Víxla á heimaleikjum

Donni gerði sitt besta til að bjarga vellinum
Donni gerði sitt besta til að bjarga vellinum Ljós­mynd/Ó​mar Bragi

Þór/KA og Tindastóll hafa víxlað á heimaleikjum en völlurinn á Sauðárkrók skemmdist í vatnsveðri á dögunum og er ekki leikfær.

Leikur liðanna átti upprunalega að fara fram á Sauðárkróksvelli á laugardaginn en verður þess í stað á föstudaginn klukkan 20:15 í Boganum á Akureyri. Síðari leikur liðanna fer fram 30. júlí á Sauðárkrók. 

Þór/KA er í þriðja sæti með tólf stig og Tindastóll í fimmta sæti með sex stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert