Åge: Var mánuð að jafna mig

Åge Hareide var lengi að jafna sig á tapinu gegn …
Åge Hareide var lengi að jafna sig á tapinu gegn Úkraínu. Ljósmynd/Alex Nicodim

Åge Hareide, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, var lengi að jafna sig á tapinu gegn Úkraínu í úrslitum umspils um sæti á lokamóti EM í mars.

Ísland komst yfir í leiknum með marki Alberts Guðmundssonar á 30. mínútu en Úkraína svaraði með tveimur mörkum og tryggði sér sæti á EM á kostnað íslenska liðsins.

„Leikmennirnir spiluðu vel í fyrri og seinni leiknum en við urðum þreyttir gegn Úkraínu og þá fengu þeir tækifæri til að vinna. Heilt yfir var þetta samt góð frammistaða,“ sagði Hareide á blaðamannafundi í gær.

Ísland mætir Englandi og Hollandi á útivelli í vináttuleikjum í næsta mánuði í fyrsta verkefni liðsins eftir leikinn við Úkraínu.

„Þetta eru tveir áhugaverðir leikir eftir leikina í mars. Það tók mig mánuð að jafna mig eftir þá,“ sagði hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert