Albert sagður munu verða ákærður fyrir kynferðisbrot

Albert Guðmundsson.
Albert Guðmundsson. Ljósmynd/Alex Nicodim

Knattspyrnumaðurinn Albert Guðmundsson er sagður munu koma til með að verða ákærður fyrir kynferðisbrot. Vísir greinir frá og hefur eftir Evu Bryndísi Helgadóttur lögmanni konu sem lagði fram kæru á hendur Alberti fyrir kynferðisbrot síðasta sumar. 

Hefur ríkissaksóknari fell ákvörðun héraðssaksóknara í máli Alberts úr gildi og lagt fyrir héraðssaksóknara að höfða sakamál á hendur honum. 

Málið var fellt niður í febrúar og var ákvörðunin kærð til ríkissaksóknara sem hefur nú fellt þá ákvörðun héraðssaksóknara úr gildi. 

Albert er ekki í hópi íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu fyrir vináttuleik liðsins gegn Englandi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert