Ekki gert nema þau vilji losna við mig

Åge Hareide
Åge Hareide Ljósmynd/Alex Nicodim

Norðmaðurinn Åge Hareide stýrir íslenska karlalandsliðinu í fótbolta í það minnsta út árið og verður því á hliðarlínunni í Þjóðadeildinni í haust og vetur.

Ísland leikur heima og heiman við Svartfjallaland, Tyrkland og Wales frá 6. september til 19. nóvember. Eftir það mun Hareide ræða framhaldið við KSÍ.

„Ég er með samning og við munum ræða málin eftir Þjóðadeildina. Ég er mjög ánægður í starfi. Ég er mjög hrifinn af leikmönnunum og hvernig við getum orðið betri saman.

Framtíðin er björt og við getum orðið enn betri saman. Við höfum ekki rætt um að ég hætti og það verður ekki gert nema þau vilji losna við mig. Við sjáum hvernig fer í Þjóðadeildinni. Við ræðum málin eftir hana,“ sagði Hareide á blaðamannafundi í vikunni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert