Breiðablik greiðir langmest í laun

Leikmenn Breiðabliks komust í Sambandsdeildina í fyrra.
Leikmenn Breiðabliks komust í Sambandsdeildina í fyrra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Breiðablik greiddi mest allra knattspyrnufélaga í laun eða um 600 milljónir árið 2023. 

Þetta kom fram í fótboltaskýrslu KSÍ og Deloitte sem var gefin út í gær. 

Valur kemur næst á eftir með 304 milljónir króna, einni milljón meira en FH sem greiddi 303 milljónir króna í laun. 

Víkingur R. fylgir á eftir með 265 milljónir og Stjarnan greiddi 262 milljónir. 

Listinn í heild sinni:

Hjá stjörnumerktum liðum fengust ekki öll gögn. 

Breiðablik - 599 milljónir
Valur* - 304 milljónir
FH - 303 milljónir
Víkingur R. - 265 milljónir
Stjarnan - 262 milljónir
Keflavík - 244 milljónir
HK - 208 milljónir
ÍA - 196 milljónir
Afturelding - 178 milljónir
Fylkir - 176 milljónir
KR - 167 milljónir 
KA* - 164 milljónir
Þróttur R. - 151 milljón
Fjölnir - 138 milljónir
Fram* - 124 milljónir
ÍBV* - 117 milljónir 
Leiknir R. - 61 milljón
Tindastóll* - 35 milljónir 
Þór/KA* - 31 milljón
Grótta - 22 milljónir 
Selfoss - engin gögn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert