Nýliðarnir skildu jafnir

Bjarmi Fannar Óskarsson spyrnir boltanum í leiknum í dag.
Bjarmi Fannar Óskarsson spyrnir boltanum í leiknum í dag. mbl.is/Óttar Geirsson

ÍR og Dalvík/Reynir gerðu jafntefli, 1:1, þegar þau áttust við í nýliðaslag í 1. deild karla í knattspyrnu í Breiðholti í dag.

Bæði lið komustu upp úr 2. deild á síðasta tímabili og hafa farið prýðilega af stað í 1. deild. ÍR er í fimmta sæti og Dalvík/Reynir sæti neðar, bæði með fimm stig eftir fjóra leiki.

ÍR náði forystunni eftir hálftíma leik þegar Ágúst Unnar Kristinsson hann slapp einn í gegn hægra megin í vítateignum eftir langa sendingu fram af miðjunni og renndi boltanum framhjá Franko Lalic í marki Dalvíkur/Reynis.

Undir lok fyrri hálfleiks fékk Abdeen Temitope Abdul sitt annað gula spjald og þar með rautt og þurfti Dalvík/Reynir því að spila manni færri allan síðari hálfleikinn.

Þrátt fyrir að vera manni færri náðu gestirnir að norðan að jafna metin á 54. mínútu. Það gerði Amin Guerrero sem potaði boltanum framhjá Vilhelm Þráni Sigurjónssyni í marki ÍR eftir að hafa sloppið einn í gegn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert