Skoruðu sex mörk í fyrsta sigrinum

Guðmunda Brynja Óladóttir skoraði tvö mörk fyrir HK.
Guðmunda Brynja Óladóttir skoraði tvö mörk fyrir HK. mbl.is/Eggert Jóhannesson

HK vann öruggan sigur á FHL, 6:1, þegar liðin áttust við í 3. umferð 1. deildar kvenna í knattspyrnu í Kórnum í dag.

Um fyrsta sigur HK á tímabilinu var að ræða og fór liðið upp fyrir FHL með honum. HK er í fimmta sæti og FHL í því sjötta, bæði með fjögur stig.

Guðmunda Brynja Óladóttir skoraði tvívegis fyrir HK. Birna Jóhannsdóttir, Brookelynn Entz, Hildur María Jónasdóttir og Elísa Birta Káradótir skoruðu eitt mark hver.

Mark FHL skoraði Björg Gunnlaugsdóttir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert