Umdeilt atvik á Skaganum (myndskeið)

Danijel Djuric og Steinar Þorsteinsson eigast við á laugardaginn
Danijel Djuric og Steinar Þorsteinsson eigast við á laugardaginn Ljósmynd/Guðmundur Bjarki

Víkingur lagði ÍA með einu marki gegn engu í Bestu deild karla í fótbolta á laugardaginn á Akranesvelli. Markið kom úr vítaspyrnu sem Skagamenn voru afar óánægðir með.

Danijel Djuric, leikmaður Víkings, féll með tilþrifum eftir viðskipti við Marko Vardic í vítateig Skagamanna. Erlendur Eiríksson, dómari leiksins, dæmdi vítaspyrnu og eftir að hafa ráðfært sig við teymi sitt í fjarskiptabúnaði rak hann Króatann af velli.

Atvikið hefur verið á milli tannana á knattspyrnuáhugamönnum en sitt sýnist hverjum um ákvörðun Erlends. Atvikið má sjá hér fyrir neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert