Þurfti að gera breytingu á landsliðshópnum

Hafrún Rakel Halldórsdóttir kemur inn í landsliðshópinn.
Hafrún Rakel Halldórsdóttir kemur inn í landsliðshópinn. mbl.is/Arnþór Birkisson

Þorsteinn Halldórsson gerir eina breytingu á landsliðshópi Íslands í knattspyrnu kvenna fyrir leikinn gegn Austurríki ytra á morgun. 

Vegna meiðsla Ásdísar Karenar Halldórsdóttur, leikmanns Lilleström, verður hún að draga sig úr hópnum. 

Hafrún Rakel Halldórsdóttir, leikmaður Bröndby, kemur inn í hennar stað. 

Leikurinn hefst klukkan 16 að íslenskum tíma á morgun og verður í beinni textalýsingu á mbl.is. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert