Best í sjöundu umferðinni

Kristrún Rut Antonsdóttir í leik Þróttar og Tindastól þar sem …
Kristrún Rut Antonsdóttir í leik Þróttar og Tindastól þar sem hún skoraði þrennu. mbl.is/Arnþór Birkisson

Kristrún Rut Antonsdóttir, miðjumaður Þróttar í Reykjavík, var besti leikmaðurinn í sjöundu umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta að mati Morgunblaðsins.

Kristrún skoraði þrennu, þar af tvö skallamörk, þegar Þróttur vann sinn fyrsta leik á tímabilinu og lagði Tindastól að velli, 4:2, í Laugardalnum á sunnudaginn. Hún fékk tvö M fyrir frammistöðu sína í leiknum.

Kristrún er 29 ára gömul og kemur frá Selfossi en hún hafði ekki leikið með öðru íslensku félagi fyrr en hún gekk til liðs við Þrótt fyrir þetta tímabil. Hún spilaði fyrst 15 ára gömul með Selfossi í 1. deild árið 2010 og hefur spilað 116 deildaleiki fyrir félagið og skorað 14 mörk, þar af eru 89 leikir og 5 mörk í efstu deild.

Á árunum 2017-2021 var Kristrún í atvinnumennsku erlendis, fyrst með Chieti í ítölsku B-deildinni og síðan Roma í A-deildinni, síðan lék hún með Avaldsnes í Noregi, BSF í Danmörku, Mallbacken í sænsku B-deildinni og loks með St. Pölten þar sem hún varð austurrískur meistari árið 2021.

Nánar um Kristrúnu í Morgunblaðinu í dag og þar er birt úrvalslið sjöundu umferðar Bestu deildar kvenna

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert