Vilja vera ein af ljónynjunum

Harry Kane var fyrirliði enska landsliðsins sem hlaut silfurverðlaunin á …
Harry Kane var fyrirliði enska landsliðsins sem hlaut silfurverðlaunin á EM í fyrra. AFP

„Gærkvöldið var magnað.“ sagði Harry Kane, fyrirliði enska karlalandsliðsins, eftir að enska kvennalandsliðið vann Evrópumótið á heimvelli í gær. 

„Gærkvöldið var magnað kvöld fyrir Lónynjurnar og fyrir enska fótboltann í heild sinni. En umfram nóttinni mun þessi sigur veita næstu kynslóð innblástur og það verða svo margar stelpur sem munu vilja vera ein af lónynjunum. Og það er sérstakt, ótrúlegur árangur,“ sagði Kane í Twitter-færslu sinni.

Harry Kane var fyrirliði enska landsliðsins sem lenti í öðru sæti á Evrópumótinu í fyrrasumar eftir að það tapaði úrslitaleiknum í vítaspyrnukeppni gegn Ítalíu. 

Mynd af Harry Kane ásamt dætrum hans sem hann lét …
Mynd af Harry Kane ásamt dætrum hans sem hann lét fylgja með í Twitter-færslunni. Ljósmynd/Kane
mbl.is

LEIKIR Í DAG - 23. MAÍ

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 23. MAÍ

Útsláttarkeppnin